Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 203 . mál.


Nd.

1074. Breytingartillaga



við frv. til l. um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Frá Hjörleifi Guttormssyni, Kristínu Einarsdóttur, Óla Þ. Guðbjartssyni,


Árna Gunnarssyni og Guðna Ágústssyni.



    Á eftir 70. gr. komi ný grein er orðist svo:
    Í stað 12. gr. laganna (um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla) komi þrjár nýjar greinar svohljóðandi:
    a. (12. gr.)
    Menntamálaráðuneytið skal hafa með höndum faglega umsjón og eftirlit með starfsemi tónlistarskóla. Ráðuneytið ræður í þessu skyni námsstjóra tónlistarfræðslunnar til fjögurra ára í senn svo og annað nauðsynlegt starfslið.
    Verkefni ráðuneytisins eru m.a.: yfirstjórn námsskrár- og námsefnisgerðar, sbr. 3. tölul. 1. gr., samræming náms, prófa og réttinda er þau veita, aðstoð varðandi ráðningu kennara, ráðgjöf varðandi gerð starfs- og fjárhagsáætlana skóla, upplýsingamiðlun og erlend samskipti.
    b. (13. gr.)
    Ráðuneytið skipar fimm manna samstarfsnefnd tónlistarfræðslunnar til að fjalla í heild um starfsemi tónlistarskóla, samstarf skólanna og/eða rekstraraðila þeirra svo og samstarf tónlistarskóla við grunnskóla og framhaldsskóla.
    Í nefndinni eiga sæti einn fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, einn fulltrúi tilnefndur af Samtökum tónlistarskólastjóra, einn fulltrúi tilnefndur af Félagi tónlistarskólakennara, námsstjóri tónmennta í grunnskólum, skipaður án tilnefningar, námsstjóri tónlistarfræðslunnar, skipaður án tilnefningar, og er hann jafnframt formaður nefndarinnar.
    c. (14. gr.)
    Menntamálaráðuneytið setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þar á meðal um starfshætti og verkefni samstarfsnefndar tónlistarfræðslunnar.